Nokia E75 - SIM-aðgangssnið

background image

SIM-aðgangssnið

Með SIM-aðgangssniðinu getur þú komist inn á SIM-

kortið í tækinu þínu um samhæfan bílbúnað. Þannig

þarftu ekki annað SIM-kort til að komast í upplýsingar

á SIM-kortinu og tengjast við GSM-símkerfi.
Til að nota SIM-aðgangssniðið þarftu eftirfarandi:
• Samhæfan bílbúnað sem styður þráðlausa

Bluetooth-tækni

• Gilt SIM-kort í tækið þitt
Þegar ytri SIM-stilling er virk í þráðlausa tækinu er

aðeins hægt að hringja og svara símtölum með

samhæfum aukabúnaði sem er tengdur við það (t.d.

bílbúnaði).
Ekki er hægt að hringja úr þráðlausa tækinu þegar

stillingin er virk, nema í neyðarnúmerið sem er forritað

í tækið.
Eigi að hringja úr tækinu þarf fyrst að slökkva á ytri SIM-

stillingu. Ef tækinu hefur verið læst skal fyrst slá inn

lykilnúmerið til að opna það.
Nánari upplýsingar um bílbúnað og samhæfni við

tækið þitt má finna á vefsíðu Nokia og í

notendahandbókinni fyrir bílbúnaðinn.

SIM-aðgangssniðið notað

1. Veldu

Valmynd

>

Stjórnborð

>

Tenging

>

Bluetooth

og

Ytra SIM

>

Kveikt

.

2. Gera Bluetooth-tengingar virkar í bílbúnaðinum.
3. Notaðu bílbúnaðinn til að hefja leit að samhæfum

tækjum. Leiðbeiningar er að finna í

notendahandbók bílbúnaðarsímans.

4. Veldu tækið þitt úr lista yfir samhæf tæki.
5. Sláðu aðgangskóða Bluetooth sem sýndur er á skjá

bílbúnaðartækisins inn í tækið þitt til að para tækin.

Ábending: Ef þú hefur þegar farið inn á SIM-

kortið úr bílbúnaðinum með virka

notandasniðinu leitar bílbúnaðurinn sjálfkrafa

að tæki með því SIM-korti. Ef það finnur tækið

þitt og virkjar leyfið sjálfvirkt tengist

bílbúnaðurinn sjálfkrafa við GSM-símkerfið

þegar þú ræsir bílinn.

Þegar snið fyrir ytri aðgang að SIM-korti hefur verið

virkjað getur þú notað forrit á tækinu þínu sem þurfa

ekki tengingu við símkerfi eða SIM-þjónustu.
Til að koma á tengingu milli tækisins þíns og

bílbúnaðarins án þess að samþykkja það sérstaklega

velurðu

Valmynd

>

Stjórnborð

>

Tenging

>

Bluetooth

og opnar flipann fyrir pöruð tæki. Veldu

bílbúnaðinn og

Stilla sem heimilað

og svaraðu

til

að staðfesta fyrirspurnina. Ef bílbúnaðurinn er stilltur

sem óheimill verður að samþykkja tengingar í hvert

sinn.
Til að ljúka ytri SIM-aðgangstengingunni úr tækinu

þínu skaltu velja

Valmynd

>

Stjórnborð

>

Tenging

>

Bluetooth

og

Ytra SIM

>

Slökkt

.