Við þráðlaus staðarnet
Til að nota þráðlaus staðarnet þarf að búa til
netaðgangsstað. Notaðu aðgangsstaðinn fyrir
aðgerðir sem krefjast tengingar við internetið.
Tengingu við þráðlaust staðarnet er komið á þegar þú
býrð til gagnatengingu með aðgangsstað að þráðlausu
neti. Þegar þú lokar gagnatengingunni er þráðlausu
staðarnetstengingunni einnig lokað. Einnig er hægt að
loka tengingunni handvirkt.
Hægt er að nota þráðlaust staðarnet meðan á símtali
stendur eða pakkagagnatenging er virk. Aðeins er
hægt að tengjast við einn aðgangsstað fyrir þráðlaust
staðarnet í einu, en nokkur forrit geta hins vegar notað
sama aðgangsstaðinn.
Hægt er að nota þráðlaust staðarnet þó svo að ótengda
sniðið sé í notkun. Mundu að fara að öllum viðeigandi
öryggisreglum þegar þú kemur á og notar þráðlausa
staðarnetstengingu.
Ef þú færir tækið til innan þráðlauss staðarnets og úr
færi við aðgangsstað þess finnur reikiaðgerðin
sjálfkrafa nýjan aðgangstað fyrir tækið þitt innan sama
nets. Á meðan þú ert í færi við aðgangsstaði sem
tilheyra sama neti getur tækið þitt haldið tengingunni
við það net.
Ábending: Til að kanna MAC-vistfang (media
access control) sem ber kennsl á tækið þitt, t.d.
til að stilla MAC-vistfang tækisins þíns á beini
fyrir þráðlaust staðarnet, skaltu slá inn
*#62209526# á heimaskjánum. MAC-vistfangið
birtist.
Framboð þráðlausra
staðarneta skoðað
Til að láta tækið birta stöðu þráðlausra staðarneta
velurðu
Valmynd
>
Stjórnborð
>
Stillingar
og
Tenging
>
Þráðl. staðarnet
>
Sýna vísi
staðarneta
.
Ef þráðlaust staðarnet er til staðar birtist .