Nokia E75 - Uppsetning á tölvupósti

background image

Uppsetning á

tölvupósti

Nokia Eseries tækið vinnur á sama tíma og þú og á

sama hraða. Samstilltu tölvupóstinn, tengiliði og

dagbók - hratt og auðveldlega með háhraðatengingu.
Þegar þú setur upp pósthólfið gæti verið beðið um

eftirfarandi upplýsingar: Notandanafn, gerð

tölvupósts, miðlara móttekins pósts, gátt miðlara fyrir

móttekinn póst, miðlara fyrir sendan póst, gátt miðlara

fyrir sendan póst, lykilorð og aðgangsstað.
Með póstuppsetningunni er hægt að setja upp

fyrirtækjapósthólf, t.d. Microsoft Exchange eða

netpóstreikning á borð við Gmail. Uppsetningin styður

POP/IMAP og ActiveSync samskiptareglur.
Ef þú ert að setja upp fyrirtækispóst skaltu hafa

samband við tölvudeild fyrirtækisins til að fá frekari

upplýsingar áður en þú byrjar á uppsetningunni. Ef þú

ert að setja upp tölvupóstinn skaltu fara á vefsíðu

tölvupóstveitunnar þinnar til að fá frekari upplýsingar.
Opnaðu póstuppsetninguna með því að gera

eftirfarandi:
1. Veldu póstuppsetninguna á heimaskjánum.
2. Færðu inn tölvupóstfangið þitt og lykilorð. Ef

uppsetningin getur ekki stillt tölvupóstinn

sjálfkrafa þarftu að velja gerð tölvupósthólfsins og

færa inn tengdar pósthólfsstillingar.

17

Stuttur leiða

rv

ísir

background image

Ábending: Ef þú hefur ekki stillt pósthólfið

skaltu ýta á tölvupóststakkann til að ræsa

tölvupóstsuppsetninguna.

Ef tækið inniheldur aðra tölvupóstbiðlara, eru þeir

boðnir þér þegar þú ræsir póstuppsetninguna.