Nokia E75 - Hleðsla rafhlöðunnar

background image

Hleðsla rafhlöðunnar

Rafhlaðan var hlaðin að hluta í verksmiðjunni. Ef tækið

sýnir að lítil hleðsla sé eftir skaltu gera eftirfarandi.
1. Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu.
2. Tengdu hleðslutækið við tækið.

3. Þegar tækið sýnir að rafhlaðan er fullhlaðin skaltu

fyrst taka hleðslutækið úr sambandi við tækið og

síðan úr innstungunni.

Þú þarft ekki að hlaða rafhlöðuna í tiltekinn tíma og þú

getur notað tækið á meðan það er í hleðslu. Ef

rafhlaðan er alveg tóm geta liðið nokkrar mínútur þar

til hleðsluvísirinn birtist á skjánum eða þar til hægt er

að hringja.

Ábending: Ef þú notar eldri og samhæfa gerð af

Nokia-hleðslutæki geturðu notað það með

Nokia E75 tækinu með því að tengja CA-44

millistykkið við hleðslutækið. Millistykkið er

fáanlegt sérstaklega.

USB-hleðsla

Hægt er að nota USB-hleðslu ef rafmagnsinnstunga er

ekki til staðar. Það tekur lengri tíma að hlaða tækið

með USB-snúru.
Það er einnig hægt að flytja gögn á meðan tækið er

hlaðið þegar USB-snúra er notuð.
1. Tengja samhæft USB-tæki við tækið með samhæfri

USB-snúru.
Það fer eftir tækinu sem notað er til hleðslu hve

langur tími líður þar til hleðslan hefst.

2. Ef kveikt er á tækinu velurðu USB-stillingu.