Nokia E75 - Stillingar símkerfis

background image

Stillingar símkerfis

Veldu

Valmynd

>

Stjórnborð

>

Stillingar

og

Sími

>

Símkerfi

.

Símkerfisstilling er valin með því að velja

Símkerfi

og

Tvöfalt kerfi

,

UMTS

eða

GSM

. Í símkerfaskiptingu

skiptir tækið sjálfkrafa á milli símkerfa.

Ábending: Ef

UMTS

er valið getur

gagnaflutningshraði aukist en það gæti krafist

aukinnar rafhlöðuorku og minnkað endingu

rafhlöðunnar. Ef

Tvöfalt kerfi

er valið á svæðum,

sem eru nálægt bæði GSM- og UMTS-símkerfum,

getur það valdið því að stöðugt sé verið að skipta

á milli símkerfanna tveggja en það krefst einnig

aukinnar rafhlöðuorku.

Til að velja símafyrirtæki velurðu

Val á símafyrirtæki

og

Handvirkt

til að velja úr þeim símkerfum sem eru í

boði eða

Sjálfvirkt

til að láta tækið velja sjálfkrafa.

Til að stilla tækið þannig að það gefi til kynna að það

sé notað í örbylgjukerfi (MCN) velurðu

Um

endurvarpa

>

Virkar

.