Tölvupóstþjónusta Nokia sendir sjálfkrafa tölvupóst úr
fyrirliggjandi netfangi þínu á Nokia E75. Hægt er að
lesa, svara og skipuleggja tölvupóstinn á ferðinni.
Tölvupóstþjónusta Nokia má nota með mörgum
algengum tölvupóstveitum á netinu, svo sem
tölvupóstþjónustu Google.
Mögulega er tekið gjald fyrir tölvupóstþjónustu Nokia.
Hafðu samband við þjónustuveituna eða
tölvupóstþjónustu Nokia til að fá upplýsingar um
hugsanlegan kostnað.
Símkerfið verður að styðja tölvupóstþjónustu Nokia og
er hugsanlega ekki aðgengileg á öllum svæðum.
Uppsetning á tölvupóstforriti Nokia
1. Veldu
Valmynd
>
Tölvupóstur
>
Nýtt
.
2. Lestu upplýsingarnar á skjánum og veldu
Byrja
.
3. Veldu
Tengja
til að leyfa tækinu að tengjast
internetinu.
4. Færðu inn tölvupóstfangið þitt og lykilorð.
Nota má tölvupóstþjónustu Nokia á tækinu jafnvel þótt
þú hafir sett upp annað tölvupóstforrit á borð við Mail
for Exchange.