
Um myndsímtöl
Til að geta hringt myndsímtal þarftu að vera innan
þjónustusvæðis UMTS-símkerfis. Þjónustuveitan gefur
upplýsingar um þjónustu og áskrift fyrir myndsímtöl.
Þegar þú ert með símtal í gangi geturðu séð rauntíma
hreyfimynd milli þín og viðtakandans, ef hann er með
samhæft tæki. Viðtakandinn sér þá hreyfimynd sem
myndavélin í tækinu þínu tekur upp. Aðeins er hægt að
koma á myndsímtali við einn aðila í einu.