Nokia E75 - Um kallkerfið

background image

Um kallkerfið

Kallkerfi (PTT) (sérþjónusta) er rauntíma

talsímaþjónusta sem notar farsímakerfið. Kallkerfi

býður upp á bein samskipti sem komið er á með því að

ýta á takka. Notaðu kallkerfið til að tala við einn aðila

eða hóp af fólki.
Áður en kallkerfið er tekið í notkun þarf að tilgreina

stillingar fyrir það (aðgangsstað, PTT, SIP, XDM og

viðveru). Stillingarnar kunna að berast í sérstökum

textaskilaboðum frá þjónustuveitunni sem býður upp

á kallkerfisþjónustuna. Einnig er hægt að nota stillinga-

hjálparforritið til að stilla kallkerfið ef þjónustuveitan

styður slíkt. Nánari upplýsingar um kallkerfisforritið er

að finna í notendahandbók tækisins eða á vefsvæði

Nokia í heimalandi þínu.
Í samskiptum gegnum kallkerfið talar einn aðili en

hinir hlusta gegnum innbyggða hátalarann.
Notendur skiptast á að svara hver öðrum. Þar sem

aðeins einn aðili getur talað í einu fær hann tiltekinn

hámarkstíma. Hámarkstíminn er venjulega 30

sekúndur. Hafðu samband við þjónustuveituna til að fá

upplýsingar um hvaða hámarkstíma símkerfið veitir.
Símtöl hafa ávallt forgang fram yfir kallkerfi.