Virkir minnismiðar
Veldu
Valmynd
>
Skrifstofa
>
Valmiðar
.
Í valmiðum er hægt að búa til, breyta og skoða
mismunandi minnismiða, t.d. áminningar um fundi,
dægradvöl eða innkaupalista. Hægt er að setja myndir,
myndskeið og hljóð inn í minnismiða. Einnig er hægt
að tengja minnismiðana við önnur forrit, t.d. Tengiliði,
og senda þá til annars fólks.
Búa til og breyta
minnismiðum
Veldu
Valmynd
>
Skrifstofa
>
Valmiðar
.
Minnismiði er búinn til með því að byrja að skrifa.
Til að breyta minnismiða velurðu minnismiðann og
Valkostir
>
Ritvinnsla
.
Haltu niðri Shift-takkanum og notaðu skruntakkann til
að velja textann sem á að feitletra, skáletra, undirstrika
eða breyta lit á. Veldu svo
Valkostir
>
Texti
.
Veldu
Valkostir
og svo úr eftirfarandi:
•
Setja inn
— Setja inn myndir, hljóðskrár,
hreyfimyndir, nafnspjöld, vefbókamerki og skrár.
•
Senda
— Senda minnismiðann.
•
Tengill í tengilið(i)
— Veldu
Bæta við
tengiliðum
til að tengja minnismiða við tengilið.
Minnismiðinn birtist þegar hringt er í tengiliðinn
eða þegar hann hringir.
Stillingar fyrir valmiða
Veldu
Valmynd
>
Skrifstofa
>
Valmiðar
og
Valkostir
>
Stillingar
.
Veldu
Minni í notkun
og minni til að velja hvar
minnismiðar eru vistaðir.
Veldu
Breyta útliti
>
Tafla
eða
Listi
til að breyta útliti
minnismiða í notkun eða til að skoða minnismiða í
lista.
Veldu
Sýna miða í símtali
>
Já