
Heimatakki
Farið er á heimaskjáinn með því að ýta á heimatakkann
í stutta stund. Ýttu aftur á heimatakkann í stutta stund
til að fara í valmynd.
Ýttu á heimatakkann í nokkrar sekúndur til að skoða
lista yfir opin forrit. Flett er í gegnum opinn listann með
því að ýta á heimatakkann í stutta stund. Valið forrit er
opnað með því að ýta á heimatakkann í nokkrar
sekúndur eða með því að ýta á skruntakkann. Völdu
forriti er lokað með því að ýta á bakktakkann.
Keyrsla forrita í bakgrunni krefst aukinnar
rafhlöðuorku og minnkar líftíma rafhlöðunnar.