
Spilun lags eða
netvarpsþáttar
Til að bæta öllum lögum og netvörpum við
tónlistarsafnið velurðu
Valkostir
>
Uppfæra safn
.
Lag eða netvarpsþáttur er spilaður með því að velja
viðeigandi flokk og lagið eða þáttinn.
Hlé er gert á spilun með því að ýta á skruntakkann og
henni er haldið áfram með því að ýta á takkann aftur.
Spilun er stöðvuð með því að fletta niður.
Skruntakkanum er ýtt til vinstri eða hægri og haldið
inni til að spóla áfram eða til baka.
112
Miðlar

Flettu til hægri til að hlaupa yfir næsta atriði. Farið er í
upphaf hlutarins með því að fletta til vinstri. Til að
hoppa yfir í fyrri hlutinn flettirðu aftur til vinstri innan
2 sekúndna eftir að lag eða netvarp hefst.
Hljóminum er breytt með því að velja
Valkostir
>
Tónjafnari
.
Til að breyta hljómburðinum og steríóstillingunni eða
auka bassann skaltu velja
Valkostir
>
Hljóðstillingar
.
Til að fara aftur á heimaskjáinn og láta spilarann vera
í gangi í bakgrunninum skaltu ýta á endatakkann.