Stillingar
Í tækinu eru stillingar fyrir MMS, GPRS, straumspilun og
internet yfirleitt valdar sjálfkrafa samkvæmt
upplýsingum frá þjónustuveitunni. Verið getur að
þjónustuveitan hafi þegar sett upp stillingarnar í
tækinu, en einnig er hægt að fá þær sendar eða biðja
um þær í sérstökum textaskilaboðum.
Hægt er að breyta almennum stillingum tækisins, svo
sem tungumáli, biðstöðu, skjástillingum og læsingu á
takkaborði.