Staðir fundnir
Veldu
Valmynd
>
Forrit
>
GPS
>
Kort
.
Til að finna stað í borginni eða svæðinu sem er á
kortinu skaltu slá inn heimilisfangið, að fullu eða hluta
til, í leitarreitinn og ýta á skruntakkann. Til að finna
stað í annarri borg skaltu slá inn borgina og allt
heimilisfangið, eða hluta þess, svo sem London
Oxford Street, og ýta á skruntakkann. Best er að slá
inn nafn borgarinnar á viðkomandi tungumáli.
Ábending: Ef þú ert ekki viss um hvert nafn
staðarins er skaltu aðeins slá inn fyrstu stafi
leitarorðsins. Best er að slá inn a.m.k. þrjá stafi.
Til að finna tiltekið heimilisfang, eða heimilisfang í
öðru landi, ýtirðu á skruntakkann og velur
Leita
>
Heimilisföng
. Skylt er að velja
Land/Svæði *
og
Borg/
Póstnúmer *
.
Ábending: Ef leitað er að stað í öðru landi með
leitarreitnum skal einnig slá nafn landsins inn í
leitarreitinn: Rome Italy. Sláðu nafn landsins
inn á ensku eða notaðu þriggja stafa ISO-kóðann
(ITA fyrir Italy, GBR fyrir Great Britain, CHN fyrir
China).
Til að innfæra heimilisfang úr tengiliðaforritinu skaltu
ýta á skruntakkann og velja
Leita
>
Heimilisföng
>
Valkostir
>
Velja úr tengiliðum
.
Ef leitað er að stað án internettengingar takmarkast
leitarniðurstöður við 50 km (31 mílu) radíus.
Leitað eftir flokkum
Leitarniðurstöðurnar raðast í flokka. Til að takmarka
leitina við einn flokk velurðu
Valkostir
>
Leita
>
Staðir
og flokkinn.
Dæmi: Til að finna veitingastað í grenndinni
velurðu
Valkostir
>
Leita
>
Staðir
>
Veitingar
>
Veitingahús
.
Dæmi: Til að finna tiltekið hótel velurðu
Valkostir
>
Leita
>
Staðir
>
Gisting
. Sláðu
inn heiti hótelsins í leitarreitinn og veldu
Leita
að öllu
.