Leiðsögn til áfangastaðar
Veldu
Valmynd
>
Forrit
>
GPS
>
Kort
.
Til að fá leiðsögn til áfangastaðar þarftu að kaupa leyfi
fyrir þá þjónustu.
Til að kaupa leyfi fyrir gangandi eða akandi vegarendur
með raddstýringu skaltu velja
Valkostir
>
Aukakostir
>
Aka og ganga
. Til að kaupa aðeins leyfi
fyrir fótgangandi vegfarendur skaltu velja
Ganga
.
Leyfið gildir fyrir tiltekið svæði og aðeins er hægt að
nota það þar. Hægt er að greiða fyrir leyfið með
kreditkorti eða skuldfæra það á símareikning, ef
þjónustuveitan styður slíkt. Hægt er að flytja leyfið frá
tækinu yfir í annað samhæft tæki, en aðeins er hægt
að nota leyfið í einu tæki í einu.
Þegar leiðsögnin er notuð í fyrsta skipti er beðið um að
þú veljir tungumál raddstýringarinnar og hlaðir niður
viðkomandi raddstýringarskrám. Til að skipta síðar um
tungumál skaltu velja
Valkostir
>
Verkfæri
>
Stillingar
>
Leiðsögn
>
Raddleiðsögn
á
aðalvalmyndinni. Raddleiðsögn fyrir gangandi
vegfarendur er ekki í boði.
Til að hefja leiðsögn velurðu stað og
Aka til
eða
Ganga
þangað
.
Til að stöðva leiðsögnina skaltu velja
Valkostir
>
Stöðva leiðsögn
.