Nokia E75 - Kort

background image

Kort

Kort

Veldu

Valmynd

>

Forrit

>

GPS

>

Kort

.

Með Kortaforritinu geturðu séð hvar á kortinu þú ert

staddur, skoðað kort yfir ýmsar borgir og lönd, leitað

að heimilisföngum og ýmsum áhugaverðum stöðum

og gert leiðaráætlanir milli staða, vistað staði og sent

þá í samhæf tæki. Einnig geturðu keypt leyfi fyrir

viðbótarþjónustu, svo sem ferðahandbækur,

umferðarupplýsingar og nákvæma leiðsagnarþjónustu

85

Ferðalög

background image

með raddstýringu. Slík þjónusta er ekki í boði í hvaða

landi sem er.
Þegar þú notar Kortaforritið í fyrsta skipti þarftu e.t.v.

að velja internetaðgangsstað til að geta hlaðið niður

kortum.
Ef þú flettir að svæði sem ekki er á kortum sem hlaðið

hefur verið niður í tækið er korti af svæðinu sjálfkrafa

hlaðið niður um internetið. Sum kort kunna að fylgja

tækinu eða minniskortinu. Einnig er hægt að nota

Nokia Map Loader hugbúnaðinn til að hlaða niður

kortum. Til að setja Nokia Map Loader upp á samhæfri

tölvu, sjá www.nokia.com/maps.

Ábending: Til að spara gagnaflutningsfjöld er

einnig hægt aða nota Kortaforritið án

internettengingar og skoða kort sem vistuð eru

í tækinu eða á minniskorti.

Nánast öll stafræn kort eru ónákvæm og ófullnægjandi

að einhverju leyti. Aldrei skal treysta eingöngu á kort

sem hlaðið hefur verið niður til notkunar með þessu

tæki.
Þegar kortum og viðbótarþjónustu er hlaðið niður

getur það falið í sér stórar gagnasendingar um

farsímakerfi þjónustuveitunnar. Þjónustuveitan gefur

nánari upplýsingar um gagnaflutningsgjöld.